Samkaup

Samkaup hf leggja áherslu á almannaþjónustu á verslunarsviði. Félagið einbeitir sér að þjónustu við  almenning og beinir  kröftum sínum og fjárfestingum að þessum markmiðum. Verslanir Samkaupa spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindabúða í íbúðahverfum. Samkaup hf reka um fimmtíu smásöluverslanir víðsvegar um landið. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Úrval og Strax. Staða Samkaupa er sterk utan höfuðborgarsvæðisins, og félagið rekur einnig myndarlegar verslanir í Reykjavík og nágrenni. Eigendur Samkaupa eru þúsundir félagsmanna í Kaupfélagi Suðurnesja og Kaupfélagi Borgfirðinga og nokkur hundruð beinna hluthafa. Verslanir Samkaupa bjóða viðskiptavinum sínum að sækja um afsláttarkort. Það kostar aðeins 1.000 kr og bíðst þeim þá fjöldinn allur af tilboðum ásamt veglegum afsláttum tvisvar sinnum á ári.   Þannig bjóða Samkaup verð sambærilegt við það sem lægst er boðið á Íslandi.
Nettó Samkaup Úrval Samkaup Strax Kaskó