Sækja um afsláttarkort

Þú getur sótt um afsláttarkort hjá okkur. Afslátturinn gildir þá í öllum verslunum  Samkaupa þ.m.t. Samkaup Strax, Samkaup Úrval, Nettó, Kaskó, Hólmgarði og Krambúð. Allir sem eru eldri en 16 ára geta sótt um afsláttkort. Það kostar einungis 1000 krónur að fá afsláttarkort og greiðist gjaldið einungis einu sinni.

Eina sem þú þarft að gera er að fylla út meðfylgjandi form, kortið verður síðan sent á heimilisfangið sem þú gefur upp og svo þarftu bara að muna að taka það með þér næst þegar þú ferð að versla.

Þegar þú framvísar kortinu þínu í Nettó, Samkaup Úrval, Samkaup Strax, Kaskó eða öðrum verslunum okkar færðu í hvert sinn 2% afslátt beint á kassa.

Þú færð einnig fjölda góðra tilboða sem eru send á netfangið sem þú skráir inn í formið.

 

Fylla þarf út reiti merkta með *