Styrktarmál

Beiðni um styrkBeiðni um auglýsingu

Samkaup hefur í gegnum árin tekið þátt í hinum ýmsu samfélagsverkefnum og styrkt fjöldann allan af íþróttafélögum, íþróttaviðburðum, menningar- og mannúðarstörfum, góðgerðasamtökum og öðrum metnaðarfullum verkefnum. Áhersla er lögð á hópa frekar en einstaklinga og börn og unglinga frekar en fullorðna.

Eitt af meginmarkmiðum Samkaupa er að styðja við æskulýðs- og íþróttastarf á þeim stöðum sem verslanirnar okkar eru staðsettar. Samkaup er stolt af samstarfi sínu við ýmis íþróttafélög víða um landið. Stefna Samkaupa er að halda áfram slíkum verkefnum og leggja okkar að mörkum til samfélagsins.

Óskir þú eftir stuðningi eða samstarfi við okkur  í formi styrks eða auglýsingu getur þú fyllt út beiðni hér.

Beiðnir eru teknar fyrir 1 og 3 viku í hverjum mánuði. Beiðnum er svarað skriflega.