Umhverfið

Í gegnum árin hefur athygli almennings á umhverfismálum vaxið ört og orðið hlutdeild að því að stunda samviskusöm og árangursrík viðskipti. Aðgerðir okkar leiða til sparnaðar hjá viðskiptavinum okkar og tryggir að komandi kynslóðir íslendinga fái að njóta fegurðar og þess góða sem umhverfið okkar hefur upp á bjóða.

Við hjá Samkaupum berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum stöðugt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar. Við notum auðlindir af ábyrgð og berum tillit til umhverfisins í daglegum rekstri okkar.

Samfélagsleg ábyrgð skipar stóran sess í starfsemi  allra Samkaups verslana. Áhersla er lögð á  flokkun á sorpi  og reynt er eftir fremsta megni að nýta orku frá kælivélum til upphitunar verslunarhúsnæðis.

Samkaup er fyrsta matvörukeðjan á Íslandi sem vinnur markvisst að því að loka sínum frystum til að bæta gæði á vörum og spara raforku, en um 80% þeirra frysta sem erlendar matvörukeðjur eru að kaupa eru með lokum.

  • –  Mælingar okkar sýna að orkusparnaður félagsins er 40%
  • – Samkvæmt mælingum okkar eykst gæði á vörunnar þar sem hitastig kælana er stöðugari og ísmyndun mun minni
  • – Slíkar aðgerðir leiða einnig til minni sóunnar þar sem minna er hent af matvörum sem skemmast í frystum verslana og er því umhverfisvæn aukaþáttur
  • – Sýnileiki vara okkar er meiri þar sem notast er við umhverfisvæna LED lýsingu innaní kælum. Notkun slíkra lýsingu er einnig kostnaðarminni en hefðbundin lýsing og minni raforka er notuð til að knýja ljós í kælum félagsins
  • – Hver frystir af 27 mun spara um 35 þúsund kwst á ári sem samanber notkun 7 heimila eða tæp ein milljón kílówattstunda. Heildarsparnaður nemur orkunotkun um 200 heimila á ári og eykur gæði matvæli okkar.

draga_úr_losun_gróðurhúsalofttegundaSamkaup hf. var eitt af þeim 103 fyrirtækjum og stofnunum sem hafa skuldbundið sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Auk þess verður árangur mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega. Yfirlýsing þessi um aðgerðir í loftslags- og umhverfismálum fellur vel að stefnu Samkaupa um minni sóun og betri nýtingu orku. Samkaup er stoltur þátttakandi og er um leið eina dagvörukeðjan sem tekur þátt í þessu göfuga verkefni.