Um Samkaup

Samkaup hf. leggja áherslu á almannaþjónustu á verslunarsviði. Félagið einbeitir sér að þjónustu við almenning og beinir kröftum sínum og fjárfestingum að þessum markmiðum. Verslanir Samkaupa spanna  allt frá lágverðsverslunum til þægindabúða. Fyrirtækið rekur um fimmtíu smásöluverslanir á 34 stöðum víðsvegar um landið. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Samkaup Úrval og Samkaup Strax. Starfsmenn félagsins á árinu 2013 voru 832 í 463 stöðugildum.

Samkaup eru framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu með gagnkvæman hag að leiðarljósi. Samkaup starfar á íslenskum dagvörumarkaði og byggir rekstur sinn á gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ er á. verslana um allt land. Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins.

Þjónusta Samkaupa einkennist af kaupmennsku, áræðni og sveigjanleika.

Samkaup er byggt á rekstrarformi Samvinnuhreyfingarinnar sem grundvallast á samvinnuhugsjón um sjálfshjálp, sjáflsábyrgð, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og samstöðu, sem og siðferðilegra gilda um heiðarleika, opna starfshætti, félagslega ábyrgð og umhyggju fyrir öðrum. Meginreglur hreyfingarinnar eru að:

–       Aðild að samvinnufélögum sé frjáls og opin

–       Þau lúti lýðræðislegri stjórn félagsmanna

–       Félagsmenn taki efnahagslegan þátt í þeim

–       Þau séu sjálfstæð og óháð

–       Þau veiti fræðslu, menntun og upplýsingar

–       Þau stundi samvinnu sín á milli

–       Umhyggja sé borin fyrir samfélaginu