Stjórn og framkvæmdastjórn

Upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdaráð Samkaup er að finna hér að neðan:


Framkvæmdaráð Samkaupa hf.

Ómar ValdimarssonÓmar Valdimarsson – Framkvæmdastjóri

Ómar er framkvæmdastjóri Samkaupa. Hann er menntaður rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst. Hann byrjaði hjá KSK árið 1996 sem verslunarstjóri á Ísafirði. Árið 1999 varð Ómar þjónustustjóri Samkaupa. Síðar tók hann við  sem fjármálastjóri félagsins og árið 2009 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Samkaupa. Hann hefur setið í stjórn KSK og Samkaupa auk annarra félaga tengdum Samkaupum.

Netfang: omar@samkaup.is


 Brynjar SteinarssonBrynjar Steinarsson – Forstöðumaður fjármálasviðs

Brynjar er forstöðumaður  fjármálasviðs Samkaupa. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum í Kristiansand auk þess að vera útskrifaður sem kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskóla í Árósum. Hann var skrifstofustjóri KSK frá árunum 1989 til 1998. Brynjar starfaði sem endurskoðandi hjá Ernst & Young í Noregi á árunum 2002 til 2004, sem aðstoðarframkvæmdastjóri Samkaupa hf. frá 2004 til 2007 og sem fjármálastjóri Atlantsskipa ehf. frá 2007 til 2008. Einnig rak hann eigið ráðgjafarfyrirtæki frá 2008 til 2010. Hann situr í stjórn Urtusteins og KSK. Brynjar er staðgengill framkvæmdastjóra Samkaupa.

Netfang: brynjar@samkaup.is


StefánStefán Guðjónsson – Forstöðumaður innkaupasviðs

Stefán er forstöðumaður innkaupasviðs Samkaupa. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst. Stefán vann sem verslunarstjóri verslunarinnar Kaskó í Keflavík frá 1997 til 2000. Hann starfaði sem rekstrarstjóri Nettó og Kaskó keðjanna frá árunum 2004 til 2007. Stefán hefur starfað sem forstöðumaður innkaupadeildar  síðan árið 2007.

Netfang: stefan@samkaup.is


Erna Erna Dröfn Haraldsdóttir – Forstöðumaður markaðssviðs

Erna er forstöðumaður markaðssviðs Samkaupa. Hún lærði markaðs- og auglýsingafræði í Stokkhólmi og hefur víðtæka reynslu af markaðsstörfum hér á landi sem og erlendis. Hún hefur búið og starfað í Svíþjóð, á Spáni og í Mið-Austurlöndum. Erna hefur starfað sem markaðsstjóri hjá Samkaupum síðan 2012.

Netfang: erna@samkaup.is


Falur HarðarsonFalur Harðarson – Forstöðumaður starfsmannasviðs

Falur er forstöðumaður starfsmannasviðs Samkaupa. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Charleston Southern University og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Falur starfaði í tölvudeild Flugleiða frá árunum 1994 til 1999 og var atvinnumaður í körfuknattleik. Einnig starfaði Falur í tölvudeild varnarliðsins frá árunum 2000 til 2003 og sem ráðgjafi hjá Capacent frá 2003 til 2009. Falur hefur starfað sem starfsmannastjóri Samkaupa síðan 2009.

Netfang: falur@samkaup.is


Gunnar Egill SigurðssonGunnar Egill Sigurðsson – Forstöðumaður rekstrarsviðs

Gunnar Egill er forstöðumaður rekstrarsviðs Samkaupa. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundaði nám við Otaru Univesity of Commerce í Japan veturinn 2002 til 2003. Gunnar hefur starfað hjá Samkaup síðan árið 2003, fyrst sem verslunarstjóri í tveimur verslunum og síðar sem rekstrarstjóri Samkaup Strax, Kaskó og Nettó. Gunnar hefur starfað sem forstöðumaður rekstrarsviðs síðan 2008.

Netfang: gunnar@samkaup.is


Stjórn Samkaupa hf.

Kosin á hluthafafundi í mars 2015.

Skúli2Skúli Skúlason – Formaður

Fyrst kjörinn í stjórn: 2011

Starfsreynsla: Starfsmannastjóri Kaupfélags Suðurnesja og Samkaupa hf frá 1985-2007. Starfsmannastjóri Norðuráls í Helguvík 2007-2011. Framkvæmdastjóri Urtusteins ehf frá 2011.

Menntun: B.ed frá Kennaraháskóla Íslands 1981. Diploma í rekstrarstjórnun frá Háskóla Íslands 1994 og Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2004.


_MG_1702Guðsteinn Einarsson – Varaformaður

Fyrst kjörinn í stjórn:  2009

Starfsreynsla: Skrifstofustjóri KH/SAH á Blönduósi, 1980-1988, Kaupfélagsstjóri KH/SAH 1988-1998. Kaupfélagsstjóri KB í Borgarnesi frá 1998.

Menntun: Verslunarpróf úr Samvinnuskólanum Bifröst, Diplomanám í rekstri-og stjórnun frá HÍ og MBA nám frá HÍ.


 Árelía2Árelía Eydís Guðmundsdóttir – Meðstjórnandi

Fyrst kjörin í stjórn: 2011

Starfsreynsla: Stundakennari við Háskóla Íslands og University of Essex 1994-1998. Gallup 1996-1999. Lektor og dósent við Háskólann í Reykjavík 1998-2003. Dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands frá 2003.

Menntun: BA í Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991. Msc í Industrial Relations and Personnel Management frá London School of Economics 1993. Doktorspróf frá Háskóla Íslands 2001. Diplóma í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2006.


 
halldorHalldór Jóhannsson – Meðstjórnandi

Fyrst kjörinn í stjórn: 2015

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri KEA svf. frá 2005.  Áður aðstoðarframkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks hf. 2003-2005 og aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA 2001-2003.  Starfaði hjá Landsbanka Íslands 1996-2001 við fjármögnun, fjárfestingar og samrunaráðgjöf.  Hefur setið og situr í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.

Menntun: Viðskiptafræðingur af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands 1996.


Margrét2Margrét Katrín Erlingsdóttir – Meðstjórnandi

Fyrst kjörin í stjórn: 2013

Starfsreynsla: 2002 Framkvæmdastjóri „Hjá Maddý ehf“, uppgjör, ráðgjöf og skattskil. 1978-2002 ýmis skrifstofustörf, bankastarfsmaður og um tíma hjá PwC Selfossi. 2002-2010 bæjarfulltrúi í Árborg.

Menntun: :  Viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík 2001.Sigurbjörn2Sigurbjörn Gunnarsson – Meðstjórnandi

Fyrst kjörinn í stjórn: 2004

Starfsreynsla: Sérfræðingur og deildarstjóri hjá Landsbankanum og Landsbréfum hf. 1986-1994. Deildarstjóri og síðar framkvæmdastjóri eingastýringar og líftrygginga hjá VÍS 1995-2006. Framkvæmdastjóri Lyfju hf. frá 2006.

Menntun: Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1985. MBA frá Edinburgh University Business School 1995.